PPM
PPM (Portable People Meter) er tæki sem Gallup notar til að mæla hlustun. Gallup notar handahófskennt 500 manna úrtak sem ber þessa mæla á sér. Mælarnir greina merki í hljóði útsendingar sem skilar sér í nákvæmri greiningu á hlustun. Þannig er hægt að reikna út hlustun Íslendinga á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni.
Ratings%
Ratings% (Ratings Hlutfall) er meðalhlustun á hverja mínútu útsendingar eða tímabils sem valið er.
Dæmi: Þáttur er tvær mínútur að lengd í landi með 20 íbúum. Á fyrri mínútuna hlusta 10 manns (10/20 = 50% allra) og á seinni mínútuna hlusta 5 manns (5/20 = 25% allra). Meðalhlustun er þá (50%+25%)/2 = 37,5%.
Reach
Reach (Dekkun) er fjöldi fólks sem varan nær til í ákveðnum markhópi.
Reach%
Reach% (Dekkun, hlutfall) er hlutfall af markhópi sem hlusta í 5 mínútur eða lengur á útsendingu.
Frequency
Frequency (Tíðni) er hversu oft einstaklingar heyrðu að meðaltali auglýsingu í auglýsingaherferð. Formúlan er [Fjöldi hlustanda]/[Dekkun auglýsingar].
Dæmi: Tvær birtingar eru í auglýsingaherferð í 20 manna landi. Önnur auglýsingin nær til helmings íbúa í landinu (50%) hin auglýsingin nær svo til hins helmingsins. Fyrri auglýsinguna heyrðu því 10 manns og seinni 10 manns. Samtals heyrðu því 20 aðilar auglýsinguna. Dekkunin var einnig 20. Að meðaltali heyrði því hver íbúi auglýsinguna 20/20 = 1 sinni.
Share
Share (Hlutdeild) er hlutfall þeirra sem hlustuðu á okkar stöðvar af öllum þeim sem eru að hlusta á útvarp á sama tíma. Formúlan er því [Fjöldi að hlusta á dagskrárlið]/[Fjöldi sem er að hlusta á útvarp]
Dæmi: Í 20 manna landi eru 10 að hlusta á útvarpið klukkan 18.30. Af þeim eru 8 að hlusta á Bylgjuna. Það þýðir 80% hlutdeild.