Fara á efnissvæði

Árangurssögur

Við erum ótrúlega stolt af starfsfólki okkar sem sinnt hefur metnaðarfullu ráðgjafastarfi í fjölda ára og unnið með fjölmörgum fyrirtækjum í hinum ýmsum atvinnugreinum. Með fjölbreyttri samsetningu útvarps, sjónvarps og nets höfum við náð góðum árangri fyrir okkar viðskiptavini og aðstoðað þau með hinar ýmsu áskoranir í markaðssetningu og auglýsingum. 

Hvernig getum við aðstoðað?

Þekking

 Sigurður Pétur Oddsson

Sigurður Pétur Oddsson

Vörumarkaðsstjóri

Um mitt ár 2020 komum við hjá Þekkingu inn sem kostandi á Stöð 2 Golf. Síðan þá höfum við séð góðan árangur, fundið fyrir jákvæðum viðbrögðum og erum virkilega ánægð með samstarfið

1819

Victor Pálmarson

Victor Pálmarson

Markaðsstjóri

Þegar við fórum af stað með 1819 miðla voru fyrstu mánuðirnir virkilega erfiðir og þær leiðir sem farnar voru í markaðsmálum á þeim tíma skiluðu ekki árangri.  Þegar útlitið var orðið svart skröpuðum við saman síðustu aurunum og völdum Bylgjuna. Við ræddum þar við viðskiptastjóra sem veitti okkur góða ráðgjöf og útbjó sterkt birtingarplan. Í sameiningu sömdum við auglýsingar fyrir útvarp og keyrðum af stað í allsherjar herferð. Símtöl jukust umtalsvert á skömmum tíma í kjölfarið og má þakka þeirri herferð að 1819 miðlar eru í fullu fjöri í dag, vaxandi með hverjum deginum.

Lyfjaver

Ingibjörg Kolbeinsdóttir

Ingibjörg Kolbeinsdóttir

Markaðs- og Sölustjóri Lyfjavers

Lyfjaver var að opna Netapótek Lyfjavers þegar okkur bauðst að vera "Vefverslun vikunnar" á Vísir. Tímasetningin var fullkomin og við slógum til.  Okkur fannst kjörið að nýta þennan vettvang á Vísir samhliða auglýsingaherferð og þessi viðbót reyndist okkur  virkilega vel. Þarna nýttist okkur stór og breiður lesendahópur Vísis.

Samvinnan var til fyrirmyndar og öll vinna var leyst með faglegum og öruggum hætti.  Virkilega ánægjuleg upplifun.

Viðbrögðin voru vonum framar. Við fengum mikið af heimsóknum inn á síðuna og vorum hæst ánægð með árangurinn. Ég mæli með "Vefverslun vikunnar" á Visir.

Lífland

Dagmar Íris Gylfadóttir

Dagmar Íris Gylfadóttir

Markaðsstjóri

Við hjá Líflandi/Kornax höfum verið með Smákökusamkeppni Kornax í aðdraganda jólanna undanfarin ár sem margir taka þátt í ár eftir ár.

Við leituðum til auglýsingadeildar Vísis fyrir nokkrum árum og óskuðum eftir hugmyndum að auglýsingakeyrslu á þeirra miðlum. Þeir settu upp flott plan fyrir okkur og er skemmst frá því að segja að keppnin það árið heppnaðist afar vel og síðan þá höfum við haldið samstarfinu við Vísi áfram á hverju ári.

Smákökusamkeppnin var með öðru sniði í ár en í stað þess að fá sendar til okkar kökur óskuðum við eftir því að keppendur sendur uppskriftir rafrænt ásamt myndum. Fleiri tóku þátt en nokkru sinni fyrr og má meðal annars þakka það viðskiptastjóra okkar sem passaði vel upp á  góðan sýnileika auglýsinga á vefmiðlum og í útvarpi. Við erum mjög ánægð með samstarfið sem hefur verið til fyrirmyndar.

 

Hlöllabátar

Sigmar Vilhjálmsson

Sigmar Vilhjálmsson

Framkvæmdarstjóri

Við höfum alltaf valið fyrst og fremst íslenska fjölmiðla í okkar markaðsstarfi. í Covid bættum við í áherslur okkar á Íslenskum miðlum, enda sækir almenningur meira í íslenska miðla þegar svona ástand varir. Bylgjan og FM957 hafa verið í forgrunni hjá okkur á SÝN, enda er okkar starfsemi mjög hvatvís og fylgir því tíðaranda hverrar viku. Útvarp er því besti kosturinn þegar kemur að því að koma skilaboðum áleiðs hratt og vel. 

Samstarfið hefur gengið gríðarlega vel. Þekking starfsmanna á þörfum okkar sem fyrirtækis er mikil. Slíkt er mikilvægt í samstarfi. 

Ég fullyrði að íslenskt útvarp hafi skipt öllu máli í okkar starfi á þessum skrítnu tímum. Ekki bara markaðslega heldur líka fyrir almenning til að sækja sér upplýsingar. 

Utanríkisráðuneytið - Samstarf við Vísi um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.

Sveinn H. Guðmarsson

Sveinn H. Guðmarsson

Deildarstjóri upplýsingadeildar utanríkisráðuneytisins.

Hvernig er þeim fjármunum varið sem íslensk stjórnvöld leggja til þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar? Þannig er eðlilegt að íslenskir skattgreiðendur spyrji. Hvað verður um þessa peninga okkar? Í þeim tilgangi að veita svör við þessum spurningum gerði utanríkisráðuneytið samning við Sýn um að birta daglega, eða því sem næst, fréttir úr Heimsljósi, upplýsingaveitu ráðuneytisins um þessa málaflokka.

Upplýsingaskylda ráðuneytisins um verkefni og árangur af þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð er ótvíræð og samningurinn við Sýn því lykilatriði fyrir ráðuneytið til að sinna þeirri skyldu. Tveggja ára reynsla er komin á farsælt samstarf um birtingu frétta úr Heimsljósi á Vísi, einum útbreiddasta fréttavef landsins. Á síðasta ári birtust 364 fréttir sem lesnar voru 240 þúsund sinnum eða að jafnaði af 17 þúsund notendum dag hvern. Í lok október á þessu ári náðu fréttir úr Heimsljósi að jafnaði til 25 þúsund notenda á dag, þ.e. miðað við fyrstu tíu mánuði ársins. Það er góður árangur!